Nokia E5 00 - Um heimakerfi

background image

Um heimakerfi

Hægt er að samnýta og samstilla skrár í

tækinu við önnur tæki, svo sem tölvu,

hljóðkerfi eða sjónvarp, á heimaneti.

Einnig er hægt að skoða og spila skrár

úr öðrum heimanetstækjum í tækinu

þínu eða í öðrum samhæfum tækjum.

Til dæmis er hægt að spila tónlist sem

er vistuð í tækinu þínu í

hljómflutningstækjum sem eru með

DLNA-vottun, og stýra spilunarlistum og

hljóðstyrk beint úr tækinu.
Tækið styður UPnP (Universal Plug and

Play) og er vottað af DLNA (Digital Living

Network Alliance). Hægt er að nota

aðgangsstaðartæki eða beini fyrir

þráðlaust staðarnet til að búa til

heimanet. Hægt er að tengja samhæf

UPnP-tæki sem styðja tengingar við

þráðlaus staðarnet og eru með DLNA-

vottun við netið.

Dæmi um samhæf tæki

Farsími

Samhæf tölva

Sjónvarp

Hljóðkerfi

Samhæfur þráðlaus

margmiðlunarmóttakari, tengdur

við hljóðkerfi

Einnig er hægt að geyma skrár hjá

efnismiðlara eða sækja skrár úr

samhæfum heimamiðlara.
Ef nota skal þráðlausa

staðarnetsvalkostinn í tækinu þínu á

heimaneti þarf virk þráðlaus

staðarnetstenging að vera fyrir hendi í

heimahúsi.
Heimanetið notar öryggisstillingar

þráðlausu staðarnetstengingarinnar.

Nota skal heimanetið á þráðlausu

staðarneti með tæki sem er með

aðgangsstað fyrir þráðlaust net og

dulkóðun.