Nokia E5 00 - Uppsetning forrita og hugbúnaðar 

background image

Uppsetning forrita og hugbúnaðar

Hægt er að flytja uppsetningarskrár í

tækið úr samhæfðri tölvu, hlaða þeim

niður þegar vafrað er eða fá þær sendar

sem margmiðlunarboð, sem

tölvupóstsviðhengi eða nota aðrar

tengiaðferðir, svo sem Bluetooth. Hægt

er að nota Nokia Application Installer í

Nokia Ovi Suite til að setja upp forrit í

tækinu.
Veldu

Valmynd

>

Stjórnborð

>

Gagnastjóri

>

Stj. forrita

.

Uppsetningarskrárnar eru í möppunni

Uppsetn.skrár og uppsettu forritin í

möppunni Uppsett forrit.
Tákn sýna eftirfarandi:

.sis- eða .sisx-forrit

Java-forrit

Forrit er ekki fyllilega uppsett

Forrit sett upp á minniskortinu

Mikilvægt: Aðeins skal setja upp

og nota forrit og annan hugbúnað frá

traustum aðilum, t.d. forrit með

Symbian Signed eða forrit sem hafa

verið prófuð með Java Verified™.
Fyrir uppsetningu geturðu gert

eftirfarandi:

Til að skoða gerð forritsins,

útgáfunúmer og seljanda eða

framleiðanda forritsins skaltu velja

Valkostir

>

Skoða upplýsingar

.

Til að birta upplýsingar um

öryggisvottorð forritsins skaltu

velja

Upplýsingar:

>

Vottorð:

>

Skoða upplýsingar

.

Ef þú setur upp skrá sem inniheldur

uppfærslu eða endurbætur á forriti

sem þegar er uppsett geturðu

aðeins endurheimt upphaflega

forritið ef annað hvort upphaflega

uppsetningarskráin er fyrir hendi,

eða öryggisafrit af öllum

hugbúnaðarpakkanum sem var

fjarlægður. Til að endurheimta

upphaflega forritið skaltu fyrst

fjarlægja forritið og síðan setja það

upp aftur úr upphaflegu

Öryggi og gagnastjórnun 139

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

background image

uppsetningarskránni eða

öryggisafritinu.
Nauðsynlegt er að hafa JAR-skrá til

að setja upp Java-forrit. Ef skrána

vantar getur tækið beðið þig um að

hlaða henni niður. Ef enginn

aðgangsstaður er tilgreindur fyrir

forritið biður tækið þig um að velja

aðgangsstað. Þegar .JAR-skráin er

sótt getur notandinn þurft að færa

inn notandanafn og lykilorð til að

komast á miðlarann. Þú getur

fengið notandanafn og lykilorð hjá

söluaðila eða framleiðanda

forritsins.

Til að setja upp forrit eða hugbúnað

gerir þú eftirfarandi:
1 Til að staðsetja uppsetningarskrá

velurðu

Valmynd

>

Stjórnborð

>

Gagnastjóri

>

Stj. forrita

og

Uppsetn.skrár

. Að öðrum kosti

skaltu leita að uppsetningarskrám

með Skráarstjóra eða velja

Skilaboð

>

Innhólf

og opna

skilaboð sem innihalda

uppsetningarskrá.

2 Í Forritastjórnun velurðu forritið

sem þú vilt setja upp.

Meðan á uppsetningu stendur birtir

tækið upplýsingar um stöðu

uppsetningarinnar. Ef þú setur upp

forrit án rafrænnar undirskriftar

eða vottorðs birtir tækið viðvörun.

Þú skalt aðeins halda áfram að setja

upp forritið ef þú ert viss um

uppruna þess og innihald.

Veldu forrit til að setja það upp. Ef

forritið er ekki með sjálfgefna möppu

skilgreinda er það sett upp í möppunni

Uppsetn. á aðalvalmyndinni.

Til að sjá hvaða hugbúnaðarpakkar hafa

verið settir upp eða fjarlægðir og

hvenær það var gert skaltu velja

Valkostir

>

Skoða notk.skrá

.

Mikilvægt: Tækið styður aðeins

eitt vírusvarnarforrit í einu. Notkun fleiri

en eins vírusvarnarforrits getur haft

áhrif á afkastagetu og virkni tækisins,

eða valdið því að það virki ekki.
Uppsetningarskrár (.sis, .sisx) eru áfram

í minni tækisins eftir að forrit þeirra

hafa verið sett upp á samhæfu

minniskorti. Skrárnar geta tekið mikið

minni og valdið því að ekki sé hægt að

140 Öryggi og gagnastjórnun

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

background image

vista aðrar skrár. Til að losa um minni

skaltu nota Nokia Ovi Suite til að taka

öryggisafrit af uppsetningarskrám og

setja afritið á samhæfa tölvu. Að því

loknu skaltu nota Skráarstjórann til að

eyða uppsetningarskránum úr minni

tækisins. Ef .sis-skráin hefur verið send

sem viðhengi í skilaboðum skal eyða

skilaboðunum úr innhólfinu.